Valdoxan
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Agómelatín
Markaðsleyfishafi: Les Laboratoires Servier | Skráð: 1. janúar, 2010
Valdoxan inniheldur virka efnið agómelatín. Það tilheyrir hópi þunglyndislyfja. Valdoxan er notað fyrir fullorðna. Þunglyndi er viðvarandi skapgerðartruflun sem hefur áhrif á daglegt líf. Einkenni þunglyndis eru ólík frá einum einstaklingi til annars, en fela oft í sér mikla depurð, hafa á tilfinningunni að vera einskis verður, tap á áhuga á uppáhalds áhugamálum, svefntruflanir, finnast að hægt hafi verið á viðkomandi, kvíðatilfinning, breytingar á þyngd.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku
Venjulegar skammtastærðir:
Ráðlagður skammtur er 25 mg einu sinni á dag, til inntöku áður er farið er að sofa á kvöldin.
Eftir meðferð í tvær vikur, má auka skammtinn ef enginn bati hefur orðið, í 50 mg einu sinni á dag, þ.e. tvær 25 mg töflur, teknar saman áður en farið er að sofa á kvöldin.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Tvær vikur eða lengur.
Verkunartími:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Haldið bara áfram með næsta skammt á venjulegum tíma.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki er mælt með því að hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur tekið meira af Valdoxan en þú ættir að gera eða ef til dæmis barn hefur tekið lyfið fyrir slysni, skalt þú strax hafa samband við lækninn eða eitrunardeild Landspítalans í síma 543 2222
Takmörkuð reynsla er af ofskömmtun Valdoxan, en einkenni er greint hefur verið frá eru m.a. verkir ofarlega í kvið, svefndrungi, þreyta, æsingur, kvíði, spenna, svimi, blámi eða lasleiki.
Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt tekið í 6 mánuði eða lengur.
Aukaverkanir
Læknirinn mun gera rannsóknir til að kanna hvort lifrin í þér starfi eðlilega áður en meðferð er hafin og síðan reglulega meðan á meðferðinni stendur.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | ||
---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Flökurleiki, uppköst og ógleði | ![]() |
![]() |
||||
Höfuðverkur, syfja, munnþurrkur | ![]() |
![]() |
||||
Mígreni, höfuðverkur, kviðverkir, meltingatruflanir | ![]() |
![]() |
Milliverkanir
Láttu lækninn vita ef þú reykir meira en 15 sígarettur á dag.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skerta lifrarstarfsemi
Meðganga:
Æskilegt að forðast notkun Valdoxan á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Æskilegt að forðast notkun Valdoxan með brjóstagjöf.
Börn:
Valdoxan er ekki ætlað til notkunar hjá börnum og unglingum (yngri en 18 ára).
Eldra fólk:
Verkun Valdoxan hjá sjúklingum 75 ára og eldri hefur ekki verið staðfest. Því skal ekki nota Valdoxan hjá þessum sjúklingum.
Akstur:
Þú gætir fundið fyrir svima eða syfju sem gæti haft áhrif á hæfni þína til að aka eða stjórna vélum. Vertu viss um að viðbrögð þín séu eðlileg áður en þú ekur eða stjórnar vélum.
Áfengi:
Það er ekki ráðlagt að drekka áfengi meðan þú ert á meðferð með Valdoxan.
Annað:
Valdoxan inniheldur laktósa. Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest skal hafa samband við lækni áður en Valdoxan er tekið inn.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.