Yentreve
Geðdeyfðarlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Duloxetín
Markaðsleyfishafi: Eli Lilly | Skráð: 1. október, 2004
Yentreve er notað til að meðhöndla áreynsluþvagleka hjá konum. Áreynsluþvagleki hrjáir aðallega konur og er þvagleki sem gerist ósjálfrátt við áreynslu, t.d. við hósta, hlátur, hlaup og aðra líkamlega áreynslu. Duloxetín, virka efni lyfsins, er blandaður serótónín og noradrenalín endurupptökuhemill og verkar með því að auka styrk vöðvans sem lokar þvagblöðrunni þegar þú hlærð, hnerrar eða við líkamlega áreynslu. Betri árangur næst ef grindarbotnsæfingar eru stundaðar samhliða töku lyfsins.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
40 mg í senn 2svar á dag. Oft er gefinn upphafsskammtur 20 mg í senn 2svar á dag í 2 vikur. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun ætti að vera komin fram innan 2-4ra vikna.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Ráðlagt er að minnka skammtinn smám saman á tveimur vikum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir eða ef einhver óvenjuleg einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Endurmeta skal ávinning meðferðarinnar reglulega.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru ógleði, munnþurrkur, þreyta, svefnleysi og hægðatregða.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun | |||||||
Doði, kláði | |||||||
Höfuðverkur, sundl, skjálfti | |||||||
Kvíði, taugaveiklun | |||||||
Lystarstol, minnkuð matarlyst, þorsti | |||||||
Meltingartruflanir, hægðatregða | |||||||
Minnkuð kynhvöt, fá ekki fullnægingu | |||||||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Svefntruflanir, svefnhöfgi | |||||||
Þreyta, þróttleysi |
Milliverkanir
Fólk sem reykir hefur um 50% lægri styrk af lyfinu í blóði samanborið við þá sem reykja ekki. Því gæti þurft að auka skammta ef svörun við lyfinu er ekki nægjanleg í venjulegum skömmtum. Gæta skal varúðar þegar lyfið er tekið samhliða öðrum lyfjum og efnum sem verka á miðtaugakerfið, m.a. áfengi, náttúrulyfinu Jóhannesarjurt og róandi lyfjum. Virka efnið duloxetín er að finna í öðrum lyfjum með aðrar ábendingar. Forðast skal að taka þessi lyf saman.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alphagan
- Brimonidin Bluefish
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Mirvaso
- Paxetin
- Seroxat
- Simbrinza
- Síprox
Getur haft áhrif á
- Akynzeo
- Almogran
- Aloxi
- Amitriptylin Abcur
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Efexor Depot
- Elvanse Adult
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Imigran
- Imigran Radis
- Maxalt Smelt
- Mektovi
- Noritren
- Oropram
- Parkódín
- Parkódín forte
- Pethidine BP
- Relpax
- Rivaroxaban WH
- Rizatriptan Alvogen
- SEM mixtúra
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Sufenta
- Sumatriptan Apofri
- Sumatriptan Bluefish
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Volidax
- Warfarin Teva
- Xarelto
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hækkaðan augnþrýsting eða gláku
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
- þú hafir greinst með geðhæð eða geðhvarfasýki
- þú þjáist af þunglyndi
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið syfju og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Hamlar myndun vasópressíns í heiladingli og eykur þannig þvagmyndun. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.