Aniracetam

Geðheilsa Lyfjainntaka

Hvað gerir aniracetam? og er er það löglegt á íslandi?. Ef svo er hvar er hægt að panta það?

Aniracetam er skráð sem lyfseðilsskylt lyf í einhverjum Evrópulöndum en ekki með markaðsleyfi hér á landi. Vegna þess að litið er á Aniracetam sem lyf er ólöglegt að selja það sem fæðubótarefni hér á landi. Það fæst þar af leiðandi ekki hér á landi, allavega ekki með löglegum leiðum.

Lyfið er talið vera töluvert öflugra en Piracetam, náskylt lyf sem hefur verið rannsakað töluvert meira, sem hefur hingað til ekki komið nægilega vel út í rannsóknum sem beindust að heilabilun, þunglyndi eða kvíða. Þó benda sumar til að einhver virkni sé af lyfinu við þunglyndi og kvíða. Þetta þýðir þó ekki búast megi við svipaðri virkni af aniracetam, þótt lyfið hafi sýnt fram á jákvæðna virkni við alzheimer tengdri heilabilun.

Vegna þess að lyfið er ekki leyft í flestum vestrænum löndum er erfitt að finna áreiðanlegar upplýsingar  um það.