Fyrsti dagur framtíðar­

Í dag hefst framtíðin
Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.
Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.
Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.
Eitt líf – óteljandi byrjanir.

Netspjall Lyfju Sækja Lyfju appið


Eitt líf, óteljandi byrjanir

Hreyfing, næring, svefn og andleg næring

Hreyfing, næring, svefn og andleg næring eru megin stoðir heildrænnar heilsu og auka lífsgæði okkar og lengja líf. Dr. Victor Guðmundsson læknir brennur fyrir þessu málefni og fjallar um í þessu fræðslumyndbandi mikilvægi jafnvægis þessara fjóra þátta til að fyrirbyggja, viðhalda og öðlast betri heilsu.

Hvað er flot?

Valdís eigandi Flothettu talar um fræðin á bakvið flot og hversu góð áhrif það hefur á líkamann. Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Hugmyndin er innblásin af vatnsauðlegð þjóðarinnar og reynsluheimi Íslendinga sem alist hafa upp í nánum tengslum við vatnið. Flothetta veitir líkamanum fullkominn flotstuðning í vatni og gerir manni kleift að upplifa nærandi slökun í þyngdarleysi vatnssins. 

Hvernig hlúum við best að andlegu hliðinni?

Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði fjallar um andlega heilsu og geðrækt og fer í gegnum nokkrar aðferðir til að hlúa að eigin geðheilsu og vellíðan á Facebook síðu Lyfju 15. mars kl. 11.

Öndum með nefinu

Hrönn Róbertsdóttir, tannlæknir fræðir um mikilvægi neföndunar. Neföndun bætir svefn, einbeitingu og frammistöðu í íþróttum, hjálpar til við að halda heilum og heilbrigðum tönnum og tannholdi, eykur líkur á heilbrigðum vexti andlitsbeina og stuðlar að beinum tönnum. 

Fyrsti dagur framtíðar

Í dag hefst framtíðin

Öll viljum við vaxa í átt að vellíðan en mætum alls konar hindrunum.

Þess vegna þurfum við ferðafélaga sem styður og hjálpar.

Hvort sem við glímum við erfiðleika eða viljum einfaldlega meiri lífsgæði.

Eitt líf – óteljandi byrjanir.

Svefnvenjur barna

Kristín Björg Flygenring, sérfræðingur í barnahjúkrun, starfar með fjölskyldum barna með svefnvanda hjá Barnaspítala Hringsins og hjá svefnráðgjöf.is. Kristín veitir ráðleggingar um jákvæðar svefnvenjur barna.


Heilsusamlegar vörur

Melatónín

Góður svefn er afar mikilvægur heilsunni. Í svefni hvílist líkaminn, endurnýjar sig og nærir. Þá fer fram framleiðsla ýmsum hormónum sem og fjölmargir aðrir ferlar sem líkamanum eru nauðsynlegir.

Garmin Vivosmart5 heilsuúr

Úrið er létt, fíngert, vatnshelt og hlutverk þess er að halda vel utan um heilsuna þína. Ef þú þarft úr í þægilegri stærð og þér er annt um heilsuna, gæti Vivosmart5 verið úrið fyrir þig. Það er einfalt í notkun og fylgist með heilsunni allan sólarhringinn. 

Prima sjálfspróf | FER járn

Járn sjálfsprófið er gagnlegt til að athuga járnforða líkamans. Prófið er ónæmisfrumufræðilegt tæki sem greinir ferritíngildi í blóði.

Prima sjálfspróf | D-vítamín

D-vítamín sjálfsprófiið er ónæmismæling sem byggir á meginreglunni um samkeppnispróteinabindingu, sem getur sýnt fram á óhóflegt, nægilegt, ófullnægjandi eða skort á D-vítamíni í blóði. Prófið er fyrir þá sem þreytast auðveldlega, fá lítið sólarljós, innbyrgða mat með litlu D vítamíni svo eitthvað sé nefnt. 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica

Til þess að hægt sé að virkja netspjall Lyfju þarf að veita leyfi fyrir notkun á tölfræðikökum, þar sem þær eru forsenda þess að spjallið virki rétt.

Virkja netspjall Loka