Fíkniefnapróf

Eru einhver efni eða lyf sem vitað er um sem unglingar/fólk nota til að ekki mælist fíkniefni í þvagi þegar gert er á þeim hefðbundið fíkniefnapróf?

 

Mér að vitandi er svoleiðis ekki fáanlegt. Ég mundi telja að helst væri reynt að eiga við þvagprufurnar td. með að þynna þær út ef ekki er fylgst með viðkomandi. Ef maður reynir leit á internetinu koma upp einhverjar erlendar síður með töflum sem eiga að flýta fyrir úthreinsun á kannabisefnum sem dæmi. Ég efast um að það virki eða fáist hér. 

Elvar - Lyfjafræðingur