Fótaóeirð

Næring

Góður vinur minn er mjög slæmur í fótum, getur ekki verið kjurr, betra fyrir hann að labba eða reyna að teija á, sársaukinn er langt inn í vöðva, hann reynir að nudda en segist ekki ná til að nudda þar sem verst er, erfitt að lýsa þessu. Hefur farið til læknis fyrir nokkrum árum þá fekk hann Madopar sem hjálpar aðeins. Einhver sagði honum að þetta kallaðist Stress leg fætur. Þessi vinur minn er á níræðisaldri  og er búin að gefast upp á öllum þeim kremum sem honum er sagt að kaupa. Ég heyrði af lækni sem gæti hjálpað í svona tilfelli, en fekk ekki nafn en sagt var að hann ynni í Noregi en kæmi stundum heim. það eru alltaf að koma fram meiri vitneskja um sjúkdóma svo kanski hafið þið einhver svör.

Þú ert væntanlega að tala um heilkenni sem kallast á ensku Restless Leg Syndrome (RLS).

Í flestum tilfellum er ekki vitað af hverju RLS stafar, og í dag er engin lækning til við RLS þó ýmsar ráðstafanir ásamt lyfjagjöf geti hjálpað sumum, þ.e. minnkað einkenni og bætt svefn.  

Nudd, heitir og kaldir bakstrar ásamt góðum og reglulegum svefn geta bætt væg einkenni, auk þess að minnka neyslu á tóbaki og áfengi. Ef um alvarlegri einkenni er að ræða er hægt að ræða við lækni um mögulega lyfjagjöf. Algengustu lyfin notuð við RLS eru Ropinirole og Pramipexole. Einnig er mögulegt að Madopar sé notað eins og þú nefndir. Fleiri lyf geta hjálpað en það er þá hægt að ræða það við lækni.