Fótaóeirð

Algengir kvillar Steinefni og snefilefni

Ég á erfitt með að slappa af á kvöldin og liggja kyrr vegna fótaóeirðar. Einhver mælti með að taka magnesíum og kalk. Á ég að kaupa fyrsta magnesíum kalk pillurnar sem ég sé eða skiptir máli hvernig magnesíum ég kaupi?

Svo lengi sem þú kaupir ekki hydroxide (Magnesia Medic) eða oxide saltið af magnesíum þá skiptir í raun litlu máli hvaða magnesíum er keypt. Ástæðan fyrir því að þú vilt ekki kaupa þau sölt er að þau leysast mun minna upp í vatni en önnur. Minni leysni leiðir til þess að minna er tekið upp í blóðrásina. Fólk þarf því að taka stærri skammta sem geta valdið niðurgangi.

Til eru ýmsar aðrar útgáfur af Magnesíum (án kalks þó). Þar ber að nefna slökun og magnesíum sprey. Allar vörurnar finnur þú í næstu Lyfju verslun.