Frunsa í nefi

Veirusjúkdómar

Ég er nokkuð viss um að eg er komin með frunsu í nefið eða þar að segja í nösina, er einhvað sem ég get gert íþvi eða fer þetta með tîmanum eða þarf ég að bera krem á þetta?

Nokkrar vikur geta liðið áður en frunsan grær að fullu leyti. Hægt er að kaupa krem, Vectavir eða Zovir, í Lyfju eða Apótekinu sem flýtir fyrir bataferli, sár grói og sársauki minnki. Því fyrr sem meðferð byrjar, því betri árangur hefur hún. 

Einnig er hægt að panta tíma hjá lækni sem getur skrifað upp á veirulyf í töfluformi. Það myndi hafa öflugri áhrif en kremið. 

Það er ekki nauðsynlegt að hefja meðferð en margir kjósa að gera það þar sem frunsan er oft vel sýnileg og fólki verkjar í hana.