Getnaðarvarnarpillan

Lyfjainntaka

Ég var að byrja aftur a pillunni eftir að hafa verið í pásu í tvö ár. Læknirinn minn setti mig á Microgyn. Ég er ennþá á fyrsta spjaldi og byrjaði á fyrsta degi blæðinga og átti að hætta fyrir viku. Ég er í raun ekki lengur á blæðingum en er samt ekki alveg hætt og þannig hefur það verið í viku. Hvers vegna er það? Er það útaf því að líkaminn er enn að venjast pillunni eða því hún er ekki nógu sterk fyrir mig? 

Ég mundi telja þetta vera vegna þess að líkaminn er að aðlagast, í lyfjatexta sem fylgir Microgyn segir um þetta tiltekna atriði: 

Við notkun getnaðarvarnartaflna geta blæðingar orðið óreglulegar (blettablæðingar eða milliblæðingar), einkum fyrstu mánuðina. Þannig er ekki ástæða til að meta slíkar blæðingar fyrr en eftir u.þ.b. þriggja tíðahringja aðlögunartíma.

Ég mundi sjá til, haltu áfram að taka pilluna og sjáðu til hvort þetta hætti ekki. Ef þetta lagast ekki eftir 2-3 spjöld ættirðu að hafa samband við þinn lækni og ræða framhaldið.