Pillan, ráðleggingar

Getnaðarvarnir

Ég hef verið a mercilon frá því eg var unglingur. Ég beit það í mig í byrjun nóv að hætta á henni eða taka allavega pásu. Núna er eg að gefast upp og vill byrja á henni aftur...ég er á þriðja degi blæðinga...má ég taka hana inn bara strax á morgun eða hvað? Ætla að fara kaupa hana a morgun og væri gott að fá ráðleggingar um hvernig eigi að byrja a henni aftur..

Helst ætti að byrja að taka töfluna á fyrsta degi blæðinga. Ef byrjað er að taka töflurnar á 2.-5. dags blæðinga skal einnig nota aðra getnaðarvörn (Smokkinn) fyrstu 7 dagana eftir að byrjað er að taka töflurnar. Eftir þann tíma er hámarksverkun getnaðarvarnarinnar náð.