Inflúenzu bólusetning

Veirusjúkdómar

Hvenær er best að fá influensu bólusetningu ? Hættir efnið að virka eftir einhvern tíma ? t.d. ef bólusett er í oktober er efnið enn að virka vel í febrúar/mars.

Bólusetningar eru framkvæmdar á haustin áður en inflúensusmit fara að gera vart við sig. Bólusetning á að duga þann vetur. Bóluefnið breytist svo almennt milli ára með tilliti til spár WHO um hvaða undirtýpur inflúensuveirunnar verða á ferðinni þann veturinn.