Ísótóparannsókn

Almenn fræðsla

Ég er að fara í ísótópa-rannsókn. Ég fékk heim með mér lyf sem heitir Lugol. Hvers vegna er þetta lyf ekki að finna í Lyfjabókinni? 

Nú er ég ekki alveg viss um hvaða lyf eða efni þetta er. Ef þetta er hins vegar Lugol lausn sem inniheldur joð (frumefnatákn I) þá er ástæðan fyrir því að þetta er ekki lyf. Önnur ástæða fyrir því gæti verið að þetta sé svokallað undanþágulyf. Þá sleppir innflytjandi lyfsins við að markaðssetja það á Íslandi vegna kostnaðar. Læknar geta hins vegar haldið áfram að skrifa upp á lyfið með sérstökum lyfseðlum. Landsspítalinn gerir þetta stundum og á það til á lager.