Kol

Hvað er íslenska heitið fyrir Activated Charcoal og er það selt á íslandi?

Íslenska heitið væri virkjuð kol. Einnig væri mögulegt að kalla þetta lyfjakol, en hér landi eru seld lyfjakol sem eru skráð sem lyf.

Þetta sem þú bendir á flokkast sem fæðubótarefni. Eitthvað er til á Íslandi, það sem líkast væri vörunni sem þú nefnir er "Windaway - Activated charcoal" frá Lifeplan. 

Það sem er skráð sem lyf á Íslandi, og er notað við bráðum og yfirvofandi eitrunum, er Kolsuspension. Þú getur lesið þér til um það inni á serlyfjaskra.is. Þriðja er svo Saguna - Re-silica meltingargel. Það er kísilsýrukvoða sem notuð er við ýmsum meltingartruflunum.