Lyrica

Geðheilsa Lyfjainntaka

Er Lyrica stundum gefið þeim er glíma við langvinna taugverki v. langvinnra fráhvarfseinkenna eftir notkun benzolyfja í mörg ár? Er Lyrica dýrt lyf og er það etv. aðeins gefið í mjög sérstökum tilfellum og þá hvaða?

Lyrica hefur 3 ábendingar og er meðferð á útlægum og miðlægum taugaverkjum hjá fullorðnum ein af þeim. Hver ástæða þessarra taugaverkja er virðist ekki skipta máli. Erfitt er að ákveða fyrir annan hvort lyf séu dýr, það fer eftir gildismati hvers og eins. Lyfið kemur í 56 eininga pakkningum og eru algengustu styrkleikar lyfsins 75 og 150 mg. 

Lyfið er yfirleitt eingöngu gefið gegn þeim ábendingum sem það hefur. Það er svo mat læknis hvort Lyrica henti betur en annað lyf.