Magavandamál

Lyfjainntaka Meltingarfærasjúkdómar

Eg þjáist af niðurgangi sem ég er orðin mjög þreytt á,verður oft illt af mat og mikil ólga og verkir í kvið. Ég hef lengi tekið Rabeprazol en finnst það virka lítið og ég spyr. Er eitthvað annað magalyf sem er betra?

Rabeprazol hækkar sýrustigið í magnanum og því gjarnan notað við bakflæði. Imodium er lyf við tilfallandi niðurgangi sem þú færð í lausasölu. 

Ég ráðlegg þér samt að leita læknis ef þetta er viðvarandi vandamál, reyna að fá úr því skorið hvað veldur.