Milliverkanir

Lyfjainntaka

Maður heyrir um að ekki megi taka járn (þarf þess reglubundið ásamt B12) með mörgum öðrum lyfjum eins og t.d. Euthyrox. Má taka járn með Magnesíum og B12? Eru einhver önnur lyf sem varast skal að taka samtímis Járni?

Það er rétt að járn getur haft áhrif á ýmis lyf þar á meðal Euthyrox, járnið getur minnkað virkni / áhrif lyfsins. Magnesium til dæmis Magnesia Medic getur hindrað frásog járns. Ég finn ekki upplýsingar um að járn hafi áhrif á B12. 
Sé þessi möguleiki fyrir hendi er almennt bent á að láta líða sem lengst milli inntöku lyfjanna og járnsins. Til dæmis varðandi Euthyrox er mælt með að taka það inn a.m.k 2 klst fyrir inntöku járns. Ég mundi miða við svipaðan tíma milli inntöku magnesium og járns.