Munnþurrkur

Algengir kvillar Almenn fræðsla

Er hægt að fá töflur við munnþurki sem heita isla med hydro+

Ég gat keypt svoleiðis í handkaupi í apóteki í þyskalandi en hef ekki fundið hér . Mér þætti vænt um að fá upplýsingar hvort og þá hvar þetta fengist hér á landi.

Töflurnar sem þú nefnir eru ekki seldar á Íslandi svo ég viti til. 

Lyfja og Apótekið selja Xerodent og Hap+ sem töflur við munnþurrk. Innihaldsefni þeirra eru þó ekki þau sömu og í töflunum sem þú nefnir.