Orkuleysi vegna krabbameins

Krabbamein Lyfjainntaka

Hvaða tillögur hafið þið fyrir örvandi lyf vegna orkuleysis og krabbameins?

Nú get ég ekki svarað þessari spurningu almennilega þar sem ég veit ekki hvort eða hvaða lyfjum þú ert á vegna krabbameinsins. Auk þess eru til mjög takmarkaðar upplýsingar um milliverkanir milli flestra fæðubótarefna og lyfja. Ástæðan fyrir því er kostnaður þess að rannsaka það er það mikill að framleiðendur fæðubótarefnanna hafa ekki áhuga á því, auk þess eru þeir ekki skyldugir til þess. 

Ég get ekki mælt með notkun neinna örvandi lyfja. Flest, ef ekki öll, örvandi lyf hafa miklar aukaverkanir og skrifa læknar eingöngu upp á þesskonar lyf sé brýnt erindi til. Ef þú telur þörf á þeim þarft þú að ræða það við viðeigandi lækni.