Ógleði

Algengir kvillar Næring

Undafarna daga hef ég verið að upplifa mjög mikla ógleði þegar ég er búin að borða. Er ekki ólétt, veit ekki til þess að ég sé með einhver óþol. Var því að velta fyrir mér hvort það sé hæt að fá lyf sem slær á ógleðina sem er ekki lyfseðillskylt.

Það eru engin lyf til við ógleði sem seld eru í lausasölu, það þarf lyfseðil fyrir þeim öllum. 

Hinsvegar getur engifer oft gagnast fólki sem þjáist af ógleði. Hjá Lyfju fæst m.a. Preggy Pops, brjóstsykur og sleikipinnar sem innihalda engifer. Þeir eru markaðssettir að óléttum konum, eins og nafnið gefur til kynna, en óþungaðar konur mega að sjálfsögðu nýta sér þá.