Pillan

Kvensjúkdómar Lyfjainntaka

Ég var að byrja á pillunni fyrir sirka mánuði og ég byrjaði í pillupásu í fyrsta skipti fyrir 2 dögum og er ekki byrjuð á blæðingum er það eðlilegt eða er ég ófrísk?

Með flestar pillur getur tekið nokkra daga að byrja á blæðingum, allt upp undir 4-5 daga. Þú byrjar svo á pillunni eftir 7 daga pásu, ef þú ert á þannig pillu þeas. 

Það er hinsvegar alltaf gott að útiloka þungun með þungunarprófi.