Pillan

Getnaðarvarnir

Ég er á pillunni Diane mite og ég gleymdi að taka pilluna í 3. viku og sleppti því pillupásunni eins og stendur að eigi að gera i leiðbeiningunum. En ég er að fara í ferðalag í vikunni sem ég á að taka næstu pillupásu og er því mjög óhentugt að fara á túr þá. Er öruggt að sleppa pillupásunni í tvo skipti í röð?

Það er í lagi að sleppa 2 pillupásum í röð. Það eykur þó líkur á milli- og bletta-blæðingum.