Piracetam

Geðheilsa Lyfjainntaka

Hvað er Piracetam, virkar það og fæst það á Íslandi?

Piracetam er lyf sem sem fæst sumsstaðar í Evrópu, Asíu og S-Ameríku. Lyfið er hinsvegar ekki leyft í Bandaríkjunum. Piracetam hefur mest verið rannsakað í fólki með heilabilun, þunglyndi og kvíða. Sumar þessara rannsókna benda til að einhver virkni sé af lyfinu við þunglyndi og kvíða þá helst hjá eldra fólki. Lyfið er ekki skráð á Íslandi og fæst því ekki hér.