Psoriasis í hársverði

Hár Húðsjúkdómar

Hvað er best fyrir sóríasis í hársvörði?

Það er misjafnt hvað hentar hverjum og einum. Ég mundi telja að réttast væri fyrir þig að panta þér tíma hjá lækni og láta hann líta á hársvörðinn og ákveða í framhaldinu hvað sé best fyrir þig. 

Sem dæmi um hvað er notað mætti nefna ACP krem sem inniheldur salicylsýru, Dermatín sápu ef um sveppasýkingar er að ræða, stera krem eða lausnir en allir sterarnir eru lyfseðilsskyldir.