Sem mixtúra og aukaverkanir

Lyfjainntaka

Ég er að taka inn sem mixtúru en finn ekkert yfir hana hjá ykkur. Er þetta puttaproblem hjá mér eða er þetta raunveruleikinn. Getur verið að Sem Mixtura hafi áhrif á þvagtregðu. Undirritaður er með stóran blöðruhálskirtil.

SEM mixtúra er það sem er kallað forskriftarlyf læknis og hefur því engar útgefnar upplýsingar svo sem fylgiseðil. Í mixtúrunni er kódein og dífenhýdramín. Það síðara má til að mynda finna í öðrum hóstamixtúrum svo sem Pektólín. Algeng aukaverkun hennar er sögð erfiðleikar við þvaglát. Ég mundi því svara þessari spurningu þinni játandi, mixtúran getur klárlega haft áhrif á þvagtregðu.