Slæmt mýbit

Algengir kvillar Ferðir og ferðalög

Hvað virkar best á slæmt mýbit. Mikill roði í húð og bólgur, en ekki blöðrur. Viðþolslaus kláði

 

Til eru nokkrar vörur sem geta hjálpað við þessum eymslum. After bite penninn sem við höfum til sölu inniheldur menthól. Hann gefur þér frið frá kláðanum, en þó í tiltölulega stuttan tíma. Mildison er milt sterakrem sem er selt í lausasölu. Það dregur bæði úr kláða og bólgum. Það tekur lengri tíma að verka en After bite penninn en verkunin er þó mun öflugri og lengri. Ofnæmistöflur eru svo þriðji valkosturinn. Þær draga úr bólgusvöruninni og kláðanum. Ekki skiptir máli hvaða ofnæmistöflur eru teknar, þær verka allar á svipaðan hátt.