Sprautur og nálar

Er hægt að fá sprautur/nálar án lyfseðils, vill ekki að félagi minn sé að nota skítugar nálar, var að spá hvort ég gæti farið í næsta apótek og keypt þetta? 

Jú hægt er að nálgast sprautur og nálar í öllum apótekum Lyfju. Auk þess er ég nokkuð viss um að hægt er að nálgast þær í öllum öðrum apótekum á landinu. Einnig langar mér að benda þér á starfsemi Frú Ragnheiðar. Í stuttu máli er þetta bíll sem keyrir um á fyrirfram ákveðna staði og gefur hreinar sprautur og nálar auk þess að sinna minniháttar læknisaðstoð. Upplýsingar um verkefnið má finna hér  https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/skadaminnkun/