Getnaðarvarnarpillan

Getnaðarvarnir

Ég er búin að vera á Microgyn getnaðarvarnarpillunni í 6 mánuði en finnst hún ekki nógu góð. Varð slæm í húðinni og svo ef ég ætla að sleppa því að fara á túr því ég er að ferðast og tek annað pilluspjald, fæ ég samt alltaf smá blæðingar þótt ég sé að taka pilluna. Sumir hafa sagt mér að hún sé þá bara ekki nógu sterk fyrir mig. Svo ég var að spá í að skipta yfir í Yasminelle. Þarf ég að fara til læknis til þess að skipta? Og ég er búin með lyfseðilinn fyrir pillunni, hvar fæ ég nýjan? 

Þú þarft að fara til læknis til að fá nýja tegund af pillu. Lyfseðla þarf einnig ávallt að fá endurnýjaðan hjá lækni. Flestar heilsugæslur eru þó með símatíma á morgnana fyrir lyfjaendurnýjun þar sem í flestum tilfellum er hægt að fá nýjan lyfseðil fyrir lyfi sem áður hefur verið ávísað án þess að bóka tíma hjá lækni.