Svitamyndun

Algengir kvillar Lyfjainntaka

Ég las á netinu að bandaríska lyfjaeftirlitið hefði veitt leyfi fyrir nýju lyfi (Qbrexza) sem á að stöðva of mikla svitamyndun. Er þetta lyf komið í sölu hjá ykkur eða væntanlegt?

Lyfið er ekki til sölu á Íslandi. Ég veit ekki hvort það standi til að skrá lyfið á Íslandi eða Evrópu. Að öllum líkindum reyna þeir það á næstu mánuðum en hvort það komi til sölu á Íslandi veit ég ekki. Sé að það er ekki áætlað að lyfið fari í almenna sölu í BNA fyrr en í október og því mætti ætla að lyfið kæmi ekki til sölu fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári á Íslandi.