Svört lungu

Þegar að sagt er þú ert með svört lungu hvað er átt við hvað þýðir það? Og hvað er Brongitis?

 

Það er talað um svört lungu þegar lungun hafa orðið fyrir mengun af einhverju tagi, t.d. vegna reykinga, vinnu í kolanámu eða slíkt. Þá breyta lungun um lit og verða svört eða dökk í staðinn fyrir bleik. Einstaklingar með slík lungu eru í meiri hættu á að þróa með sér lungnasjúkdóma eins og berkjubólgu (öðru nafni bronkítis) eða langvinnan lungnasjúkdóm.

 

Berkjubólga eða bronkítis er sýking í lungum sem veldur lömun í bifhárum í berkjunum. Það veldur ertingu í öndunarfærunum sem hefur í för með sér aukna slímmyndun, hósta, mæði og jafnvel öndunarerfiðleika. Nánari upplýsingar um bronkítis (berkjubólgu) eru á vefnum doktor.is.