Sýklalyf, hvenær á að taka?
Ég er á pensilíni (Amoksiklav 625 mg) og er að taka 1 töflu 3 á dag, hvað á maður að láta líða mikinn tíma á milli ínntökur og hvað er verkunartími hverra töflu?
Til að ná fram hámarksnýtni lyfsins væri æskilegt að taka lyfin á 8 klst fresti. Með því móti sveiflast styrkur lyfsins í líkamanum minnst yfir sólarhringinn. Oft er það ekki hentugt vegna t.d. ef svefn er lengri en 8klst, en þá væri best að taka lyfið þegar vaknað er, um miðjan daginn (sem jafnast bil milli þess sem vaknað er og farið er að sofa) og áður en farið er að sofa.Helmingunartími lyfsins, það er hversu lengi það tekur 50% af lyfinu að hverfa úr líkamanum, er 1 klst fyrir lyfin tvö sem eru í amoksiclav.