Útrunnin lyf

Almenn fræðsla Kynsjúkdómar

Er í lagi að nota Condyline dropa sem stendur utg. dat. 06 2018? Fékk þá fyrir kannski hálfu ári. 

Við getum ekki mælt með notkun útrunna lyfja. Það hefur þó ekki verið sýnt fram á að lyfið sé ónýtt eftir Útrunnin dagsetninguna, það er bara ekki vitað hvað gerist. Framleiðendur hafa takmarkaðan áhuga á að eyða fúlgum fjár í að athuga hvort lyfið sé í lagi 10 árum eftir framleiðslu. Condyline er svo hætt í sölu á Íslandi þannig að það er ekki hlaupið að því að fá næsta skammt af lyfinu.