Vanvirkni skjaldkirtils vegna lyfja

Lyfjainntaka

Hafa e-r lyf (eins sér eða í bland við önnur) áhrif á skjaldkirtil t.d. að valda vanvirkni hans?

Töluverður fjöldi lyfja getur haft áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins. Í flestum tilfellum eru áhrifin smávægileg en nokkur lyf geta truflað starfsemina töluvert. 

Þar ber fyrst að nefna Amiodarone (selt sem Cordarone á Íslandi) (Vegna mjög hás Joðinnihalds. Í raun getur öll joðinntaka haft truflandi áhrif á starfsemi skjaldkirtils, því hærri sem skammturinn er því meiri eru líkurnar. Athugaðu að fæðubótarefni geta innihaldið Joð, stundum í verulegu magni). Venjulegri starfsemi skjaldkirtils er yfirleitt náð á 1-3 mánuðum eftir að meðferð er hætt. Áhrif lyfsins geta bæði verið til hvatningar og letjunar á kirtlinum.

Lithium (Selt sem Litarex á Íslandi) veldur einnig vanstarfssemi skjaldkirtils hjá stórum hlut þeirra sem nota lyfið, allt að þriðjung. Hjá mörgum lagast vandamálið af sjálfu sér með tíð og tíma. Þegar hætt er á lyfinu eru alltaf einhverjir sem sitja uppi með óvirkan/ónýtan skjaldkirtil. 

Interferon alpha er sjúkrahúslyf, þ.e. lyf sem eingöngu er gefið á sjúkrahúsum. Hjá langflestum gengur vanvirkni skjaldkirtilsins yfir og ekki er þörf á langri meðferð.