Vítamín við svefnvandamálum

Algengir kvillar Náttúruvörur Næring

Eu ekki einhver vítamín sem svipar til Melatonins fyrir utan Magnesíum sem hjálpar fólki að sofna sem á erfitt með svefn ?

Finnst alveg eins og ég hafi lesið um það að það væri til hjá ykkur, eitthvað með Melatonin í.

Bætiefni sem fólki er gjarnan bent á að prófa við svefnvandamálum eru til dæmis. Lunamino, í því er L-tryptófan en það er upphafsefnið í framleiðslu líkamans á melatóníni. 

Melissa Dream en það er fæðubótarefni sem hefur notið töluverðra vinsælda, það er blanda af jurtun sem eiga að hjálpa að ná ró og slökun. 

og að lokum Avena Sativa en það er jurt sem talin er bæta svefn. 

Öll þessi efni fást í næstu Lyfju. Þar geturu einnig fengið nánari upplýsingar um þau ef vill.