Ephedrine Sintetica

Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Efedrín

Markaðsleyfishafi: Sintetica GmbH | Skráð: 8. júní, 2021

Ephedrine Sintetica innihledur virka efnið efedrín. Efedrín er adrenvirkt og hefur örvandi áhrif á hjartastarfsemi þótt það sé ekki hjartaglýkósíð. Ephedrine Sintetica er stungulyf sem er notað til meðferðar við lágum blóðþrýstingi við deyfingu eða svæfingu, hvort sem um er að ræða mænudeyfingu eða utanbastsdeyfingu hjá fullorðnum og unglingum (eldri en 12 ára).


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið má aðeins nota af svæfingarlæknum eða undir eftirliti þeirra. Lyfið er gefið með inndælingu í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Fljótlega eftir inndælingu.

Verkunartími:
Eftir inndælingu 10 til 25 mg skammts í bláæð vara áhrif á hjarta í 1 klukkustund.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað í lengri tíma og einungis gefið af lækni.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað í lengri tíma og einungis gefið af lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekin inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin svitamyndun, skjálfti          
Aukinn augnþrýstingur          
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur          
Höfuðverkur, mígreni          
Ógleði, uppköst          
Óróleiki, svefnleysi          
Bráð þvagteppa          

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við önnur lyfið, segðu frá öllum örðum lyfjum sem þú tekur.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • hvort þú sért með sykursýki
 • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
 • þú hafir átt við geðræn vandamál að stríða
 • þú sért með gláku
 • þú sért með háþrýsting
 • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú sért með stækkaðan blöðruhálskirtil
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
 • þú ert að taka, eða hefur tekið á síðustu 14 dögum, annað lyf sem er MAO-hemill

Meðganga:
Lyfið skal einungis nota ef það er nauðsynlegt.

Brjóstagjöf:
Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort efedrín berst yfir í brjóstamjólk. Hætta skal brjóstagjöf í tvo daga eftir gjöf lyfsins.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir, mjög aldraðir þurfa mögulega stærri skammta.

Akstur:
Efedrin hefur ekki áhrif á hæfni til aksturs.

Íþróttir:
Bannað í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.