Volidax

Örvandi lyf og lyf sem efla heilastarfsemi | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Lisdexamfetamin

Markaðsleyfishafi: Teva Pharma | Skráð: 1. febrúar, 2023

Volidax inniheldur virka efnið lísdexamfetamín og er notað í meðferð við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá fullorðnum. Lyfið er hluti af alhliða meðferðaráætlun við ADHD. Áhrif lyfsins eru fyrst og fremst á miðtaugakerfið þar sem það eykur athygli, einbeitingu og dregur úr hvatvísi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Algengur upphafsskammtur er 30 mg á dag. Hámarksskammtur er 70 mg á dag. Lyfið skal taka að morgni fyrir morgunmat. Ef þú getur ekki eða átt erfitt með að gleypa hylki getur þú opnað hylkið og tæmt innihaldið í mjúka fæðu eins og jógúrt eða blandað við vatn eða appelsínusafa. Lyfið skal taka inn strax eftir blöndun, ekki geyma það.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur verið einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Volidax er langverkandi lyf sem virkar smám saman á 14 klukkustunda tímabili.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Lyfið má taka með eða án matar. Próteinríkt fæði og matvæli sem hafa áhrif á sýrustig þvags geta haft áhrif á verkun lyfsins.

Geymsla:
Geymið þar sem börn ná hvorki til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem hefur gleymst. Ef þú gleymir skammti skaltu bíða til næsta dags. Forðastu að taka lyfið síðdegis vegna möguleika á svefntruflunum (svefnleysi).

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef þú hættir að taka lyfið geta ADHD-einkenni komið aftur. Ekki hætta að taka lyfið án samráðs við lækninn. Þú skalt ekki hætta skyndilega að taka lyfið á eigin spýtur.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú tekur of mikið af lyfinu skaltu ræða við lækni eða hringja strax á sjúkrabíl sími: 112. Segðu þeim hversu mikið þú tókst.

Langtímanotkun:
Lyfið gæti verið notað til lengri tíma. Fylgjast skal reglulega með ávinningi meðferðarinnar. Læknir gæti stöðvað meðferð í stuttan tíma til að meta hvort þú þurfir enn lyfið.


Aukaverkanir

Algengustu aukaverkanir hjá fullorðnum eru minnkuð matarlyst, svefnleysi, munnþurrkur eða höfuðverkur.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Brjóstverkur, hjartsláttarónot, hraður hjartsláttur        
Geðsveiflur          
Höfuðverkur          
Lystarleysi, þyngdartap          
Minnkuð kynhvöt          
Munnþurrkur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða          
Svefnleysi          
Æsingur, kvíði, skjálfti, sundl          
Þunglyndi          
Hár blóðþrýstingur          

Milliverkanir

Lyf sem geta haft áhrif á sýrustig þvagsins, til dæmis tíazíð-þvagræsilyf og C-vítamín (askorbínsýra) eða natríumbíkarbónat (til dæmis í lyfjum við meltingartruflunum) geta haft áhrif á útskilnað lyfsins. Próteinríkt fæði getur líka haft áhrif á útskilnað lyfsins. Mörg lyf geta haft áhrif á útskilnað Elvanse Adult. Listinn hér fyrir neðan er ekki tæmandi.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
 • hvort þú sért með gláku
 • hvort þú hafir einhvern tíma átt við geðræn vandamál að stríða
 • þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
 • þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
 • þú sért með nýrnasjúkdóm
 • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
 • þú takir einhver önnur lyf
 • þú sért með flogaveiki eða hafir fengið flog
 • þú sért með skjaldkirtilssjúkdóm
 • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
 • MAO

Meðganga:
Ekki er vitað hvort Volidax hafi áhrif á ófætt barn. Þú skalt ekki nota lyfið á meðgöngu nema læknirinn hafi sérstaklega ráðlagt þér það.

Brjóstagjöf:
Konur sem hafa barn á brjósti eiga ekki að nota Volidax.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Aldraðir geta verið með hægari útskilnað, því getur þurft að breyta skömmtum svo verkun verði ekki of mikil.

Akstur:
Þú gætir fundið fyrir sundli, átt erfitt með sjónskerpu eða verið með óskýra sjón þegar þú tekur Volidax. Ekki aka bifreið ef þú finnur fyrir þessum einkennum. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Áfengi:
Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um hugsanlegar milliverkanir við áfengi.

Íþróttir:
Bannað í keppni. Lyfið getur gefið jákvæða niðurstöðu á lyfjaprófi. Þetta á við um próf sem notuð eru í íþróttum.

Fíknarvandamál:
Lyfið getur komið fram á fíkniefnaprófum. Lyfið hentar ekki fyrir einstaklinga með sögu um fíknisjúkdóma og getur leitt til misnotkunar.

Annað:
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Allir geta hjálpað til við þetta með því að tilkynna aukaverkanir sem koma fram.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.