Dexamethasone hameln

Barksterar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Dexametasón

Markaðsleyfishafi: hameln pharma gmbh | Skráð: 18. september, 2023

Dexamethasone hameln inniheldur virka innihaldsefnið dexametasón sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast barksterar. Lyfið bælir myndun efna sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið, og hefur almennt sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Dexamethasone hameln er notað til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma sem þarfnast meðhöndlunar með sykurbarksterum. Dæmi um ábendingar lyfsins eru bólgur í heila, brátt og alvarlegt astmakast, útbreiddir sjálsofnæmissjúkdómar, meðferð við alvarlegum smitsjúkdómum og fleira.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stunguyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið með inndælingu í bláæð, í vöðva, undir húð eða í vef. Skammtar eru mismunandi eftir ástandi sjúklings.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar fljótt að virka en misjafnt er hve langan tíma þar til að einkenni sjúkdóms byrja að hjaðna.

Verkunartími:
Breytilegur. Getur verið nokkrir dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymist við herbergishita, í upprunarlegum umbúðum til varnar gegn ljósi þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef skammtur gleymist má gefa hann síðar sama dag og síðan halda áfram að gefa ávísaðan skammt frá og með næsta degi. Ef það gleymist að gefa fleiri en einn skammt skaltu ráðfæra þig við lækni. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að nota.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Aukaverkanir eru tíðari eftir því sem lyfið er tekið í hærri skömmtum og lengur. Auk þess getur langtímanotkun leitt til vaxtarstöðvunar hjá börnum, sykursýki, gláku og beinþynningar. Skömmtum er haldið í lágmarki til að draga úr líkum á þessum áhrifum.


Aukaverkanir

Þrátt fyrir víðtæk áhrif dexametasóns í líkamanum er lítil hætta á aukaverkunum þegar lyfið er notað í skamman tíma, jafnvel þótt stórir skammtar séu notaðir. Hættan eykst við langvarandi meðhöndlun. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hækkaður blóðþrýstingur          
Óþægindi frá meltingarvegi          
Skapgerðarbreytingar          
Skeifugarnasár, blæðing, magabólga          
Sýkingar og sár gróa hægar          
Sykursýki versnar og dulin sykursýki getur brotist fram          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Gláka          
Andlit verður eins og tungl í fyllingu, breyting á fitudreifingu á líkamanum (Cushings-lík einkenni)          

Milliverkanir

Dexametasón getur haft áhrif á virkni annarra lyfja, t.d. flogaveikilyf, getnaðarvarnarlyf, bólgueyðandi gigtarlyf, lyf við sykursýki, lyf við gláku, ýmis hjartalyf, þvagræsislyf, lyf við malaríu, hægðalosandi lyf og önnur ónæmisbælandi lyf. Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast samhliða meðferð á barksterum í háum skömmtum. Barksterar geta valdið blóðsykurshækkun og getur því þurft að leiðrétta skammta sykursýkislyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku eða hækkaðan augnþrýsting
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú hafir nýlega verið bólusettur
  • þú sért með ómeðhöndlaða sýkingu
  • þú sért með ómeðhöndlaðan sjúkdóm, t.d. magasár, háþrýsting, sykursýki eða beinþynningu

Meðganga:
Aðeins má nota lyfið á meðgöngu ef augljósa nauðsyn ber til.

Brjóstagjöf:
Eingöngu má nota lyfið eins og læknirinn hefur mælt fyrir um og undir ströngu eftirliti.

Börn:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir líkamsþyngd og sjúkdómi.

Eldra fólk:
Framkvæma þarf mat á ávinningi og áhættu meðferðar hjá öldruðum sjúklingum vegna aukinnar hættu á beinþynningu.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Halda skal neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.