Atropin Mylan

óskráð | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Atrópín

Markaðsleyfishafi: Mylan | Skráð: 1. júní, 2009

Atrópín er andkólínvirkt efni sem notað er sem forgjöf lyfja fyrir svæfingu (kæruleysissprauta), stundum notað við hægum hjartslætti eða vegna eitrana af völdum kólínesterasablokkara. Atrópín hefur krampalosandi verkun á slétta vöðva. Það minnkar hreyfingar meðal annars í meltingarveginum. Atrópín minnkar einnig seyti vökva í munni og maga. Í stórum skömmtum getur atrópín verkað örvandi eða slævandi á miðtaugakerfið. Lyfið er unnið úr vel þekktri jurt af kartöfluætt sem nefnist sjáaldursjurt (\u003ci\u003eAtropa belladonna\u003c/i\u003e). Lyfið er einungis notað af læknum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf undir húð, í vöðva eða í æð.

Venjulegar skammtastærðir:
Forgjöf fyrir svæfingu: 0,6 mg undir húð eða í vöðva 1 klst fyir svæfingu. Hægur hjartsláttur: 0,4-1,0 mg gefið hægt í æð. Eitranir af völdum kólínesterasablokkara: Fyrst 0,2 mg hægt í æð sem má endurtaka eftir 5 mín. og síðan á 10-15 mín. fresti þar til árangur næst.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Óþekkt.

Verkunartími:
Óþekktur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin nema vegna svæfingar.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum varið ljósi við stofuhita þar sem börn ná ekki til.

Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu notað af læknum

Ef tekinn er of stór skammtur:
Engar upplýsingar um ofskömmtun liggja fyrir.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hjartsláttartruflanir        
Hægðatregða          
Munnþurrkur          
Ofnæmisviðbrögð, s.s. útbrot og kláði          
Sjónstillingarlömun          
Þvagtregða        

Milliverkanir

Aukin andkólínvirk áhrif fást við samtímis gjöf annarra lyfja með svipaða verkun eins og t.d. andhistamínlyfja, fentíazínsambanda, amantadíns o.fl.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með gláku
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með þvagtregðu
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með þrengsli í neðra magaopi

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er við notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk í það miklu magni að það getur haft áhrif á barnið sé það gefið í stærri skömmtum en venjulegar skammtastærðir segja til um.

Börn:
Skömmtun miðast við líkamsþunga barns.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Algeng aukaverkun atrópíns er nærsýni og sjónstillingarlömun. Akið ekki bíl fyrr en þessar aukaverkanir hafa liðið hjá.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis með atrópíni.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.