Carduran Retard

Blóðþrýstingslækkandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Doxazósín

Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. janúar, 2007

Carduran Retard er notað við of háum blóðþrýstingi. Doxazósín, virka efni lyfsins, dregur úr áhrifum boðefna sem valda vöðvasamdrætti í æðaveggjum og veldur með því æðavíkkun. Við þetta lækkar blóðþrýstingur og blóðflæði til útlima eykst. Doxazósín er notað við hvers kyns háþrýstingi, bæði eitt sér og með öðrum blóðþrýstingslækkandi lyfjum. Doxazósín getur dregið úr þvagtregðu vegna stækkunar í blöðruhálskirtli. Áhrif þess á vöðva í blöðruhálsi og þvagrás eru þau sömu og á vöðva í æðaveggjum. Það dregur þó aðeins úr einkennum en hefur ekki áhrif á gang sjúkdómsins. Svimi og yfirlið eru algeng þegar meðferð er hafin eða þegar skammtar eru auknir sem stafar af mikilli lækkun á blóðþrýstingi. Áhrifin vara þó aðeins í skamman tíma eftir að fyrsti skammturinn er tekinn og hverfa þótt lyfið sé tekið áfram.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
4-8 mg á dag. Forðatöflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má hvorki skipta þeim, mylja né tyggja.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á blóðþrýsting: 2-6 klst. Áhrif á einkenni vegna stækkunar blöðruhálskirtils: Innan við 2 vikur.

Verkunartími:
Áhrif á blóðþrýsting vara í 24 klst. eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdómsins geta versnað þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða vart verður við einkenni eins og svima eða yfirlið skaltu hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bakverkur eða vöðvaverkur          
Bjúgur í útlimum          
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Hósti, bólga í nefi          
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot        
Höfuðverkur, svimi, svefnhöfgi          
Kláði          
Kviðverkir, meltingartruflanir          
Munnþurrkur          
Ógleði          
Svimi þegar staðið er upp          
Sýkingar í öndunar- og þvagfærum          
Verkur fyrir brjósti, mæði        
Þróttleysi, flensulík einkenni          
Þvagleki          

Milliverkanir

Doxazósín eykur áhrif blóðþrýstingslækkandi lyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú hafir fengið hjartaáfall
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með skerta lifrarstarfsemi
  • þú sért með þrengsli í vélinda eða meltingarvegi

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Eykur líkur á aukaverkunum lyfsins. Haltu neyslu áfengis í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.