Azilect
Lyf við Parkinsonsjúkdómi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Rasagilín
Markaðsleyfishafi: Teva Pharma | Skráð: 1. október, 2005
Azilect er notað til meðferðar við parkinsonsveiki í einlyfja meðferð (án levódópa) eða samhliða meðferð (með levódópa). Parkinsonsveiki orsakast af hrörnun taugafrumna, en lík sjúkdómseinkenni geta komið fram eftir heilaskaða, truflun á blóðflæði í heila og sem aukaverkanir lyfja. Einkennin stafa af ójafnvægi milli taugaboðefnanna asetýlkólíns og dópamíns, þaðan sem samhæfingu hreyfinga er stjórnað í heila. Magn dópamíns minnkar og vægi asetýlkólíns verður þá hlutfallslega of mikið. Í parkinsonsveiki verður þetta vegna þess að taugafrumurnar sem framleiða dópamín hrörna. Rasagilín, virka efnið í Azilect, eykur magn dópamíns í heila og viðheldur dópamín gildum á þessum svæðum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 mg á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Sjúklingur ætti að finna mun á nokkrum dögum.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á því að sjúkdómurinn versni. Ef töku lyfsins er hætt skyndilega getur það valdið alvarlegum einkennum.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Of stórir skammtar valda frekar aukaverkunum. Hafðu samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir eða ef óvenjuleg einkenni koma fram.
Langtímanotkun:
Þar sem lyfið er nýkomið á markað er engin reynsla komin af langtímanotkun þess.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru óeðlilegar hreyfingar (hreyfingatregða) og höfuðverkur en yfir 10% þeirra sem taka lyfið finna fyrir þeim.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Heilablæðing af völdum slyss | |||||||
Hiti, lasleiki, lystarleysi, flensulík einkenni | |||||||
Húðbreytingar | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða, uppköst, þyngdartap | |||||||
Munnþurrkur, tárubólga, bólga í nefslímhúð | |||||||
Óeðlilegar hreyfingar | |||||||
Óeðlilegir draumar, þunglyndi | |||||||
Svimi þegar staðið er upp | |||||||
Trufluð vöðvaspenna, erfiðleikar með samhæfingu vöðva, áverkar vegna slysni | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Verkir í hálsi og liðamótum, liðbólga, sinaskeiðabólga | |||||||
Verkur fyrir brjósti | |||||||
Þvaglátaþörf |
Milliverkanir
Náttúrulyfið Jóhannesarjurt má ekki taka inn samhliða Azilect.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Buprenorphine Alvogen
- Bupropion Teva
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Elvanse Adult
- Ephedrine Sintetica
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oropram
- Paxetin
- Pethidine BP
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Suboxone
- Volidax
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Zoloft
- Zyban
Getur haft áhrif á
- Adrenalin Mylan
- Alphagan
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Aspendos
- Benylan
- Brimonidin Bluefish
- Carbocain adrenalin
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Cleye
- Cleye (Heilsa)
- Concerta
- Dexól
- Dropizol
- Enerzair Breezhaler
- EpiPen
- EpiPen Junior
- Hypotron
- Jext
- Klomipramin Viatris
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Magical Mouthwash
- Marcain adrenalin
- Medikinet
- Medikinet CR
- Methylphenidate Medical Valley
- Methylphenidate Sandoz
- Methylphenidate STADA
- Methylphenidate Teva
- Metylfenidat Actavis
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Midodrin Evolan
- Mirvaso
- Modafinil Bluefish
- Modiodal
- Nasogen
- Nezeril
- Nezeril (Heilsa)
- Noritren
- Otrivin Junior ukonserveret
- Otrivin Menthol (Heilsa)
- Otrivin Menthol ukonserveret
- Otrivin ukonserveret
- Otrivin utan konserveringsmedel (Heilsa)
- Rinexin
- Ritalin
- Ritalin Uno
- SEM mixtúra
- Simbrinza
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Síprox
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
- Sufenta
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Xonvea
- Xylocain adrenalin
- Xylocain Dental Adrenalin
- Zeposia
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með skerta lifrarstarfsemi
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið getur hamlað mjólkurmyndun. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Bannað í keppni.
Annað:
Reykingar hraða niðurbroti lyfsins í blóði og geta þar með minnkað áhrif þess.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.