Netverslun: Lausasölulyf

Lausasölulyf : Flynise 5 mg filmuhúðaðar töflur, 30 og 100 stk

Flynise inniheldur virka efnið desloratadin sem er andhistamín.
Það vinnur gegn ofnæmisviðbrögðunum og einkennum þeirra.
Flynise dregur úr einkennum ofnæmisnefkvefs (bólgu í nefgöngum vegna ofnæmis, t.d. frjónæmi eða ofnæmi fyrir rykmaurum). Einkennin eru m.a. hnerrar, nefrennsli og kláði í nefi, kláði í efri góm, kláði, roði eða tár í augum. Flynise er einnig notað gegn einkennum er tengjast ofsakláða (ofnæmisviðbrögð í húð). Þessi einkenni eru m.a. kláði og upphleypt útbrot. Léttir þessara einkenna varir allan daginn og hjálpar við að endurheimta eðlilega starfsgetu og eðlilegan svefn. Hafið samband við lækninn ef einkenni versna eða batna ekki á 7 dögum.
Hjá sjúklingum með ofnæmisnefkvef er desloratadin áhrifaríkt við að draga úr einkennum eins og hnerra, nefrennsli og kláða, ásamt augnkláða, tárarennsli og roða í augum og kláða í efri góm. Desloratadin dregur úr einkennum í 24 klukkustundir.
Flynise veldur ekki syfju.

Ráðlagður skammtur af Flynise er ein tafla einu sinni á dag fyrir fullorðna og unglinga 12 ára og eldri.

Kynnið ykkur notkunarleiðbeiningar, varnaðarorð og frábendingar áður en lyfið er notað. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Markaðsleyfishafi: Teva B.V, Umboðsaðili er Teva Pharma Iceland ehf
Útgáfunúmer: FLY-IS-00002