Taktu prófið | Breytinga­skeið karla

Testósterón er helsta karlkynhormónið og framleiða karlmenn um 10 sinnum meira af því en konur. Hormóna­hringur karlmanna er 24 klukkutímar þar sem testósterón­magn er mest á morgnana og minnkar svo þegar líða tekur á daginn. Frá 40 ára aldri minnkar testósterónið um 1,2% ári á meðan önnur kynhormón aukast eins og estrógen. Við það getur orðið hormóna­ójafnvægi og ýmsir kvillar gert vart við sig.

 

Kakuslangur

Næring og hreyfing eru mikilvægir þættir sem geta örvað testósterónmyndun. Of mikil neysla á kolvetnisríkum mat, sykri, unnum kjötvörum, mikil kaffidrykkja, áfengi, streita, svefnvandamál, skaðleg efni í umhverfinu, reykingar og lyf eru þættir sem geta stuðlað að minnkun testósteróns í líkamanum.

Taktu prófið

Taktu breytingaskeiðapróf karla hér að neðan til að kanna hvort líkur séu á því að þú sért með hormónaójafnvægi. Svaraðu fimm spurningum og merktu við hvaða líkamlegar og andlegar breytingar þú hefur upplifað á undanförnum mánuðum/árum og fáðu tillögur um heilsuráð og bætiefni sem gætu hjálpað þér að líða betur.

Höfundur prófsins er Sigfríð Eik Arnardóttir næringarþerapisti, seika.is


Hefur þú orðið var við minni kynhvöt?

Lítil kynhvöt getur orsakast af hormónaójafnvægi. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að minni kynhvöt og því gott að ráðfæra sig við lækni.

 • Minnkaðu neyslu á áfengi. Áfengi getur minnkað kynhvöt og haft áhrif á stinningu.
 • Bætiefnið Nettle Root getur aukið og haldið jafnvægi á testósteróni í líkamanum. Áhrifin eru þó einstaklingsbundin.

Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Hefur þú upplifað ristruflanir?

Ristruflanir hjá um 5-20% karlmanna tengjast langvinnum sjúkdómum eins og offitu, háum blóðþrýstingi, háu kólesteróli og sykursýki. Ristruflanir eru algengari hjá karlmönnum sem eru yfir sextugt. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að ristruflunum og því gott að ráðfæra sig við lækni.

 • Minnkaðu neyslu á áfengi, áfengi getur minnkað kynhvöt og haft áhrif á stinningu.
 • Lyf eins og svefnlyf, sterar og þunglyndislyf geta valdið ristruflunum. Ræddu við lyfjafræðing Lyfju eða lækninn þinn ef þú tekur lyf.
 • Bætiefnið L-Argiplex inniheldur L-arginine sem rannsóknir hafa sýnt að getur komið að gagni fyrir þá sem eiga við risvanda að stríða.
 • Bætiefnið Rauðrófuduft frá Solaray eða Terranova. Rauðrófur innihalda níturoxíð sem getur aukið blóðflæði og víkkað æðar og er talið hjálpa til við risvandamál.
 • Bætiefnið Nettle Root getur aukið og haldið jafnvægi á testósteróni í líkamanum. Áhrif þess eru þó einstaklingsbundin.

Hægt er að taka inn bætiefni sem í sumum tilfellum getur hjálpað en það er þó einstaklingsbundið.

Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Hefur þú fundið fyrir orkuleysi?

Orkuleysi getur orsakast af hormónaójafnvægi og/eða lélegt mataræði. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að orkuleysi og því gott að ráðfæra sig við lækni.

Gættu vel að mataræði. Til dæmis með því að hætta að borða sykur og einföld kolvetni. Borðaðu feitan fisk 2 - 3svar í viku og nægjanlega mikið af próteni til að viðhalda vöðvamassa. 

 • Omega 3 bætiefnið er sérlega mikilvægt ef ekki er borðaður feitur fiskur nokkrum sinnum í viku.


Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Hefur þú upplifað þunglyndi, kvíða eða skapsveiflur?

Hormónaójafnvægi getur haft áhrif á skap og andlega líðan. Streita og kvíði hafa líka mikil áhrif á magn testesteróns. Hafðu þó í huga að margir aðrir þættir geta stuðlað að þunglyndi, kvíða og skapsveiflum og því gott að ráðfæra sig við lækni.

 • Bætiefnið Kóren Ginseng getur bætt orku, þol og getur verið gott fyrir andlega heilsu. Einnig getur jurtin aðstoðað líkamann undir álagi og streitu og verið góð fyrir blóðsykursstjórnun.

 

Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.

Hefur þú orðið var við aukna líkamsfitu og tap á vöðvamassa?

Hormónaójafnvægi og hækkaður aldur geta breytt fituhlutfalli líkamans og minnkað vöðvamassa.

Gættu vel að mataræði, til dæmis með því að borða prótein með hverri máltíð og gæta þess að drekka tvo lítra af vatni eða jurtatei á dag.

Dagleg hreyfing er einnig mikilvæg, til dæmis 30 mínútna göngutúr.

Mjög gott mál. Kynntu þér samt tillögur um bætiefni og góð heilsuráð í niðurstöðu prófsins og vertu vakandi fyrir líkamlegum og andlegum breytingum.


Til að fyrirbyggja ruslpóst:

Niðurstöður

Niðurstöður

Svör þín benda til þess að þú sért komin á breytingaskeiðið/ ert að upplifa hormónaójafnvægi. Við leggjum við til að þú takir inn til skamms tíma einhver af eftirfarandi bætaefnum, en hafðu í huga að áhrif af inntöku þeirra geta verið einstaklingsbundin. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.

Næringarþörf er mismunandi á milli einstaklinga en það er frekar ólíklegt að við fáum öll vítamín og steinefni úr fæðunni.

Tillögur um næringu og lífsstíl

Allri karlmenn ættu að huga að næringu og lífsstíl, sér í lagi þeir sem upplifa einkeinni hormónaójafnvægis.

 1. Hættu að borða sykur og einföld kolvetni til að jafna blóðsykur
 2. Borðaðu nægjanlega mikið af próteini til að viðhalda vöðvamassa
 3. Auktu neyslu á rauðrófum, t.d. rauðrófusafa
 4. Hreyfðu þig daglega, t.d. með 30 mínútna göngutúr
 5. Minnkaðu neyslu á áfengi
 6. Hættu að reykja
 7. Stundaðu streitustjórnun, t.d. íhugun, jóga eða djúpöndun

Streita og kvíði hefur mikil áhrif á magn testesteróns. Hlúðu að sjálfum þér og andlegu hliðinni.

Tillögur að bætiefnum

 • Fjölvítamínið Solaray Once daily Active Man inniheldur helstu vítamín og steinefni með þarfir karla í huga. Blandan inniheldur m.a. A-vítamín, sink, B-vítamín og magnesíum til að styðja við heilbrigt magn af testósteróni.
 • Sínk (ef ekki er tekið fjölvítamín með sinki). Gott við orkuleysi og kemur jafnvægi á blóðsykur. Getur viðhaldi eðlilegu magni af testesteróni í líkamanum.
 • Magnesíum og kalk er gott fyrir hjarta-og æðakerfið, vöðva og bein, blóðsykursjafnvægi og streitu
 • D-vítamín fyrir beinin, ónæmiskerfið, hjartað, andlega heilsu, hormónana ofl.
 • Omega 3 (ef ekki er borðaður feitur fiskur 3svar í viku). Omega er nauðsynleg fita og dregur úr bólgum, gott við liðverkjum og holl fyrir hjarta-og æðakerfið.

Byggt á svörum þínum leggjum við til að þú takir inn til skamms tíma einhver af eftirfarandi bætaefnum, en hafðu í huga að áhrif af inntöku þeirra geta verið einstaklingsbundin. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.

 • Nettle Root getur aukið og haldið jafnvægi á testósteróni í líkamanum.
 • L-Argiplex inniheldur L-arginine. Rannsóknir hafa sýnt að L-arginine getur komið að gagni fyrir þá sem eiga við risvanda að stríða.
 • Rauðrófuduft frá t.d. frá Solaray eða TerranovaRauðrófur innihalda níturoxíð sem getur aukið blóðflæði og víkkað æðar og er talið hjálpa til við risvandamál.
 • Kórean Ginseng bætir orku, þol og er góð fyrir andlega heilsu. Einnig aðstoðar jurtin líkamann undir álagi og streitu og er góð fyrir blóðsykursstjórnun.

Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni. Vörur og upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til almennra notkunar og eru ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.

Niðurstöður 

Miðað við svör þín eru ekki vísbendingar um að þú sért að upplifa hormónaójafnvægi. Ef þú hefur áhyggjur af einhverjum öðrum heilsutengdum atriðum mælum við með að þú leitir þér ráðgjafar hjá lækni eða lyfjafræðingi.

Hér fara á eftir almennar tillögur fyrir karla sem komnir eru yfir fertugt og geta vonandi nýst þér.

Tillögur um næringu og lífsstíl

Allri karlmenn ættu að huga að næringu og lífsstíl, sér í lagi þeir sem upplifa einkeinni hormónaójafnvægis.

 1. Hættu að borða sykur og einföld kolvetni til að jafna blóðsykur
 2. Borðaðu nægjanlega mikið af próteini til að viðhalda vöðvamassa
 3. Auktu neyslu á rauðrófum, t.d. rauðrófusafa
 4. Hreyfðu þig daglega, t.d. með 30 mínútna göngutúr
 5. Minnkaðu neyslu á áfengi
 6. Hættu að reykja
 7. Stundaðu streitustjórnun, t.d. íhugun, jóga eða djúpöndun

Streita og kvíði hefur mikil áhrif á magn testesteróns. Hlúðu að sjálfum þér og andlegu hliðinni.

Tillögur að bætiefnum

Byggt á svörum þínum leggjum við til að þú takir inn að staðaldri eftirfarandi bætiefni sem við á, en hafðu í huga að áhrif af inntöku þeirra geta verið einstaklingsbundin.

 • Fjölvítamínið Solaray Once daily Active Man inniheldur helstu vítamín og steinefni með þarfir karla í huga. Blandan inniheldur m.a. A-vítamín, sink, B-vítamín og magnesíum til að styðja við heilbrigt magn af testósteróni.
 • Sínk (ef ekki er tekið fjölvítamín með sínki). Gott við orkuleysi og kemur jafnvægi á blóðsykur. Getur viðhaldi eðlilegu magni af testesteróni í líkamanum.
 • Magnesíum og kalk er gott fyrir hjarta-og æðakerfið, vöðva og bein, blóðsykursjafnvægi og streitu
 • D-vítamín fyrir beinin, ónæmiskerfið, hjartað, andlega heilsu, hormónana ofl.
 • Omega 3 (ef ekki er borðaður feitur fiskur 3svar í viku). Omega er nauðsynleg fita og dregur úr bólgum, gott við liðverkjum og holl fyrir hjarta-og æðakerfið.

Almenntur fyrirvari: Upplýsingar þessar eru ekki ætlaðar að koma í stað leiðbeininga frá lækni eða öðrum heillbrigðisstarfssmanni. Vörur og upplýsingar eru eingöngu ætlaðar til almennra notkunar og eru ekki ætlaðar til að greina, lækna, meðhöndla eða koma í veg fyrir sjúkdóma eða veita læknisráðgjöf. Ef lyf eru tekin er mikilvægt að ráðfæra sig við lyfjafræðing eða annan heilbrigðismenntaðan starfsmann.