Fræðslugreinar

Breytingaskeið Hlaðvarp : Legvarpið

Gestur hlaðvarpsþáttarins er ljósmóðirin Steinunn Zophoníasdóttir sem ræddi um breytingaskeið kvenna sem sveipað hefur verið dulúð og skömm. Steinunn fer meðal annars yfir helstu niðurstöður úr meistararannsókn sinni á upplifun kvenna af breytingaskeiðinu ásamt líkamlegum, andlegum og félagslegum breytingum sem konur ganga í gegnum á þessu tímabili, sem og einkenni og bjargráð.

Breytingaskeið Hlaðvarp : Af hverju vissi ég það ekki?

Í hlaðvarpinu Af hverju vissi ég það ekki var rætt við Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlækni sem leiddi þáttastjórnendur í allan sannleikann um vanda karla þegar þeir fara í gegnum skeið breytinga og að hverju er að hyggja..

Almenn fræðsla Hlaðvarp Móðir og barn Nýtt líf – nýtt hlutverk : Lyf á meðgöngu og við brjóstagjöf - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Þegar kona verður barnshafandi er að mörgu að hyggja í því sem snýr að heilsufari. Eitt af því er lyfjanotkun, hvað er óhætt og hvað þarf að varast í þeim efnum?

Almenn fræðsla Hlaðvarp : Bóluefni gegn Covid-19- Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Hlaðvarp Lyfjastofnunar kynnt í samtali við Jönu Rós Reynisdóttur deildarstjóra upplýsingadeildar, og rætt við Hrefnu Guðmundsdóttur lyflækni og sérfræðing á Lyfjastofnun um bóluefni.

Almenn fræðsla Hlaðvarp Viðtal : Samheitalyf - hlaðvarp Lyfjastofnunar

Hefur þér verið boðið samheitalyf í apóteki og þú verið á báðum áttum? Hér er skýrt hvað samheitalyf eru og að hvaða leyti þau eru frábrugðin frumlyfinu sem þau eru byggð á. –Rætt við Rúnar Guðlaugsson lyfjafræðing, sérfræðing á upplýsingadeild Lyfjastofnunar.

Hlaðvarp : Lyf við biti lúsmýs, geitungastungum og frjókornaofnæmi - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Fjallað er um sumartengt ofnæmi og lyf við því. Lúsmý og viðbrögð við biti þess eru sérstaklega í sviðljósinu að gefnu tilefni, en einnig koma við sögu geitungar og frjókorn. Rætt er við Kolbein Guðmundsson, yfirlækni Lyfjastofnunar.

Almenn fræðsla Hlaðvarp Viðtal : Fylgiseðlar lyfja - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Öllum lyfjum sem eru á markaði fylgja upplýsingar fyrir notendur. Í pakkningum lyfja eru þannig prentaðir fylgiseðlar á blaði, en fylgiseðla má líka nálgast rafrænt á serlyfjaskra.is -En hvaða upplýsingar geymir fylgiseðillinn? Jana Rós Reynisdóttir deildarstjóri hjá Lyfjastofnun fer yfir það og segir litla dæmisögu sem sýnir hve mikilvægt er að lesa fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið.

Hlaðvarp Viðtal : Lyf við biti lúsmýs, geitungastungum og frjókornaofnæmi - Hlaðvarp Lyfja­stofnunar

Fjallað er um sumartengt ofnæmi og lyf við því. Lúsmý og viðbrögð við biti þess eru sérstaklega í sviðljósinu að gefnu tilefni, en einnig koma við sögu geitungar og frjókorn. Rætt við Kolbein Guðmundsson, yfirlækni Lyfjastofnunar.

Almenn fræðsla Hlaðvarp Viðtal : Lyfjaskil og förgun lyfja - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Fjallað um mikilvægi þess að skila afgangslyfjum til förgunar, og hverjir sjá um að taka á móti þeim og eyða. Einnig vangaveltur um hvort skilalyf geti eða hafi hugsanlega ratað á svarta markaðinn. Rætt við Brynhildi Briem deildarstjóra á eftirlitssviði Lyfjastofnunar.

Almenn fræðsla Hlaðvarp Viðtal : Bóluefni - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Hlaðvarp Lyfjastofnunar kynnt í samtali við Jönu Rós Reynisdóttur deildarstjóra upplýsingadeildar, og rætt við Hrefnu Guðmundsdóttur lyflækni og sérfræðing á Lyfjastofnun um bóluefni.

Almenn fræðsla Hlaðvarp : Netverslun með lyf - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Verslun og viðskipti á netinu færast í vöxt, og lyf eru seld þar eins og hver annar varningur. Og þó - því lyf eru ekki eins og hver annar varningur að því leyti að um framleiðslu þeirra, dreifingu og geymslu gilda strangari reglur en um flestar aðrar vörur. 

Algengir kvillar Almenn fræðsla Hlaðvarp : Sýklalyfjaónæmi - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Rætt er við Kolbein Guðmundsson, yfirlækni Lyfjastofnunar um hvernig sýklalyf verka, og hvernig ónæmi gegn sýklalyfjum getur orðið til.

Almenn fræðsla Hlaðvarp : Aukaverkanatilkynningar - Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Aukaverkanatilkynningar veita miklivægar upplýsingar um verkun og öryggi lyfja. Rætt við Guðrúnu Stefánsdóttur lyfjafræðing, einn helsta sérfræðing Lyfjastofnunar í því sem snýr að aukaverkunum lyfja. Meðal annars er fjallað um hvernig tilkynningar um aukaverkanir eru unnar og meðhöndlaðar, hverju slíkar tilkynningar skila, og spurt hvort ekki séu til nein lyf sem eru án aukaverkana.