Algengar tæknilegar spurningar varðandi heyrnar­tæki

Fræðslumyndbönd Heyrn

Hér færðu svör við ýmsum spurningum sem notendur heyrnartækja hafa leitað ráða um sem snýr að ýmsum tæknilegum atriðum við uppsetningu og stillingu heyrnartækja.

Hvernig tengi ég Phonak heyrnartækin við símann minn?

 1. Í snjallsíma þarftu að gæta þess að kveikt sé á Bluetooth.
 2. Farðu í Settings/Stillingar
 3. Farðu í Bluetooth
 4. Gættu þess að kveikt sé á Bluetooth.
 5. Endurræstu heyrnartækin þín (slökkva/kveikja)
 6. Nafn heyrnartækjanna birtist í valmyndinni undir Bluetooth tæki
 7. Veldu heyrnartæki þitt á listanum.
 8. Píp heyrist í heyrnartækinu sem gefur til kynna að pörun hafi tekist

 Tenging við Iphone appiðTenging við Android appið

Hvernig endurræsi (slökkva/kveikja) ég heyrnartækin mín?

 • Heyrnartæki með rafhlöðum: Opna og loka rafhlöðuhólfi til að endurræsa tækin
 • Endurhlaðanleg heyrnartæki: Halda takka niðri í +3 sekúndur, þá slökkva þau á sér. Halda inni takka í +1 sekúndu og þá kveikja þau aftur á sér. Einfaldast er að setja tækin í hleðslustöðina og þau slökkva á sér. Taka tækin úr hleðslu og þau ræsa sig.

255340868_2253943581413806_6792332370708947717_n

Hvernig tengist ég appinu?

Lykilatriði er að slökkva og kveikja á heyrnartækjunum. Í um 1-3 mínútur eftir að þau kveikja á sér eru þau í pörunarham sem þýðir að þau eru “finnanleg” og appið eða snjalltæki nær að sjá Bluetooth-merkið sem heyrnartækin gefa frá sér. Ef annað tækið er bara búið að tengjast og hitt finnst ekki þá skaltu slökkva/kveikja á því tæki.

Á vefsíðu Phonak eru nokkur myndbönd sem þú getur horft á til aðstoðar | Smelltu hér

Af hverju eru heyrnartækin ekki að tengjast eða parast við Phonak appið í símanum mínum?

Í byrjun þarf að para heyrnartækin við appið og eftir það ætti appið að muna eftir heyrnartækjunum þínum og reyna að tengjast þeim í hvert sinn sem þú opnar Phonak appið.

Lykilatriði er að slökkva og kveikja á heyrnartækjunum. Eftir um það bil 1-3 mínútur eftir að þau kveikja á sér eru þau í pörunarham sem þýðir að þau eru “finnanleg” og appið eða snjalltæki nær að sjá Bluetooth-merkið sem heyrnartækin gefa frá sér. Ef annað tækið er bara búið að tengjast og hitt finnst ekki þá skaltu slökkva/kveikja á því tæki og halda áfram þar til það finnst.

Ef þú hefur tengst appinu áður og heyrnartækin eru samt sem áður ekki að koma inn eða þá bara annað þá skaltu fara í “Heyrnartækin mín” og neðst þar smellir þú á “Gleyma tækjunum mínum”. Appið þekkir þá engin heyrnartæki og þú ferð í gegnum ferlið eins og þú sért að tengjast þeim í fyrsta sinn.

Heyrnartækin mín hlaðast ekki, hvað gæti verið að?

 • Gott er að þrífa málmsnertuna neðan á heyrnartækjunum með þurrum klút. Einnig að strjúka yfir hleðsluhólfin á hleðsluboxinu. Gættu þess að hafa boxið ekki í sambandi og ekki nota vatn.
 • Hefurðu prufað að skipta um vegginnstungu og færa hleðsluboxið?
 • Er sambandsleysi í klónni sjálfri?
 • Gæti USB snúran sem kemur úr klónni og í hleðsluboxið verið ónýt? Við mælum með að þú skiptir snúrum út eða kló og þannig kannir hvort þetta sé sambandleysi. Komdu með hleðsluboxið til okkar ef ekkert af fyrrgreindu virkar.

Hvernig á að þvinga fram grunnendurræsingu (e. hard reset) heyrnartækjanna?

Ef þú lendir í vandræðum með heyrnartækin og upplifir eins og þau séu ekki að hlaða sig eða þau eru ekki að kveikja á sér, þrátt fyrir að hleðsluljós sé til staðar á hleðsluboxinu þá gætir þú þurft að gera það sem kallast „hard reset“. Þú einfaldlega heldur takkanum á heyrnartækinu inni í 20 sekúndur. Það gæti komið tónn frá tækinu, það kveikt og slökkt á sér eða ljós blikkað á þessum 20 sekúndum. Það er allt saman eðlilegt en þú verður að halda takkanum inni. Að 20 sekúndum liðnum hefur tækið grunnendurræst sig.

Mögulega þarftu að endurtaka þetta ferli nokkrum sinnum. En að lokinni grunnendurræsingu setur þú heyrnartækið í hleðslu og bíður í fimm sekúndur. Ef ljósið fer að blikka þá er vandamálið leyst. Ef ljósið er enn rautt eða ef heyrnartækið neitar enn að kveikja á sér þá biðjum við þig um að hafa samband við okkur og við hjálpum þér.

Hvernig á að skipta um dome/tappa?

Hvernig á að skipta um síu?

Hversu oft á ég að þrífa heyrnartækin mín?

Við mælum með að í hvert sinn sem þú tekur heyrnartækin úr eyrunum á kvöldin að þú strjúkir yfir tappana/dome til að fjarlægja eyrnarmerg sem er á töppunum, það minnkar líkurnar á því að mergur fari inn að síunni sem er í hátalaranum.

Vikulega ættir þú að þurra yfir heyrnartækin með þurrum örtrefjaklút til að fjarlægja húðleifar og ryk af hleðslusnertum heyrnartækjanna.

Taktu tappann/dome af hátalaranum vikulega og skolaðu hann undir rennandi vatni til að fjarlægja eyrnamerg og önnur óhreinindi. Láttu tappann þorna til fulls áður en þú setur hann aftur á hátalarann.

Á 2-3 mánaða fresti þarftu að skipta um tappann/dome og henda í ruslið. Skiptu samhliða um síuna í hátalaranum. Ef þú framleiðir mikið af merg gætir þú þurft að skipta fyrr um síu/dome. Ef hljóðið er farið að minnka eða ef þér finnst eins og það sé enginn munur á hljóði með eða án heyrnartækja ættir þú að skipta um síu og dome.

Ef hleðsluboxið þitt er með loki þá ættir þú hafa það lokað öllu jöfnu. Mikið magn af ryki getur safnast í hleðslutækið og valdið vandræðum á hleðslu. Gott er að þurrka innan úr hleðsluboxi vikulega. Mundu bara að taka það úr sambandi.