Hvað er gott að hafa með í ferðalagið?

Ferðir og ferðalög

Það getur verið skynsamlegt að taka lítið ferðaapótek með í ferðalagið bæði innan-og utanlands. Tékklistinn hér að neðan inniheldur hluti sem getur verið gott að hafa með sér í fríið.

Shutterstock_1340392190

Ferðatékklistinn

 • Lyf við ferðaveiki (bíla-,sjó og/eða flugveiki)
 • Stuðningssokkar í flugið
 • Lausnir við stífluðu nefi
 • Nikótínplástar eða nikótíntyggjó
 • Lyf við niðurgangi eða meltingarvandamálum
 • Töflur til að sótthreinsa vatn
 • Lyf við hægðatregðu
 • Verkjalyf
 • Spritt
 • Blöðruplástrar og sárabindi
 • Ofnæmislyf
 • Sólarvörn og aftersun
 • Lyf við sólarexemi
 • Lyf við frunsum
 • Flugnafælur
 • Flugnanet
 • Smokkar
 • Hitamælir
 • Eyrnatappar
 • Dömubindi, túrtappa, blautþurrkur, tannbursta og sápu

Ef þú ert með sjúkdóm, ert þunguð, með barn á brjósti eða ferðast með börn geta sérfræðingar Lyfju eða heilsugæslan þín einnig ráðlagt þér hvað skal taka með í ferðalagið.

Ferðaveiki

Ferðaveiki (bíla, flug-eða sjóveiki) getur hent okkkur öll en er algengari meðal barna og kvenna. Hafðu í huga að borða eða drekka  ekki of mikið fyrir eða á meðan ferðalaginu stendur. Maginn mætti þó aldrei vera alveg tómur.

Staðsettu þig fremst ef þú ert að keyra í bíl eða rútu svo að þú getir horft út um gluggann. Ef að þú ert um borð í bát/skipi er gott að vera úti og horfa í átt að sjóndeildarhringnum eða halda sig innandyra í miðju skipinu þar sem er rólegt.

Niðurgangur og/eða hægðatregða

Ástæða þess að fólk fær niðurgang er oft vegna öðruvisi bakteríu-eða og þarmaflóru og verra hreinlæti í því landi sem ferðast er til. Mikilvægasta meðferð við niðurgangi er að drekka nóg af vatni með salti og sykri. Þú getur að auki notað lyf sem virka á niðurgang, mest í tvo daga án þess að ræða við lækni.

Ein ástæða hægðatregðu getur verið of lítil vökvainntaka, öðruvísi matur, ferðalag þar sem þú situr í langan tíma eða ef notað hefur verið lyf gegn niðurgangi í lengri tíma. Ef þú færð hægðatregðu er mikilvægt að drekka nægan vökva og borða trefjaríkan mat, svo sem ávexti, grænmeti og gróft brauð. Skoða meltingarbætiefni hér.

Sólin

Njóttu sólarinnar en vertu ávallt á varðbergi.  Mundu hin 3 gullnu ráð um vörn gegn sólinni; skuggi, sólhattur og sólarvörn. Notaðu sólarvörn með háum SPF stuðli (30-50).

Starfsfólk Lyfju getur aðstoðað þig við að finna þá sólarvörn sem hentar best fyrir þig og börnin þín.

Ef að þú hefur fengið of mikla sól kemur það ekki í ljós fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Forðastu sólina ef þú hefur brunnið eða þangað til allur roði og óþægindi eru horfin.

Hjá Lyfju getur þú fengið ráðgjöf um allar gerðir af lyfjum og lausnum. Starfsfólk okkar er sérþjálfað og getur meðal annars svarað spurningum um lyf og lyfseðilsskyld lyf, aukaverkanir lyfja, lyf fyrir börn og farið með þér yfir lyfin þín.