Morgunmatur með bláberjum - 3 tillögur

Uppskrift

Það er tilvalið að nota íslensk bláber í gómsætan morgunmat. Bláber eru sannkölluð ofurfæða enda hafa þau margvísleg jákvæð áhrif á líkamann, fyrir utan það að vera dásamlega ljúffeng. Fanney Rut höfundur bókarinnar Hvorki meira né minna lét okkur þessar frábæru uppskriftir í té, en í þeim er enginn sykur og ekkert glúten.

Overnight oats - hollustubomba

  • ½ bolli glúten lausir hafrar
  • ¾ bolli möndlumjólk (lífræn og ósæt)
  • 5-10 stk döðlur fínt saxaðar
  • ½ tsk hörfræ
  • 2 msk kókosflögur
  • 2 msk bláber
  • 1 msk sneiddar möndlur

Blandið innihaldinu saman í glerkrukku eða skál og hrærið eða hristið vel saman. Geymið í ísskápnum yfir nóttina. Takið frá örlítið af bláberjum, kókosflögum og möndlum til að strá yfir.

Bláberjamúffa 

  • 1 egg
  • 30 g sojahveiti
  • 3 msk vatn
  • 5 dropar stevía (má sleppa)
  • ½ tsk matarsódi
  • 1 dl bláber

Meðlæti:

  • ½-1 dl bláber
  • 1- 1 ½ dl möndlumjólk eða AB-mjólk.

Setjið allt nema bláberin í skál og hrærið vel saman. Bætið bláberjunum varlega saman við og setjið deigið í eldfast múffuform sem búið er að smyrja með olíu (ekki nota form úr pappír því sojahveitið brennir pappírinn) og bakið í 120°C heitum ofni í 20-25 mín. eða þar til prjónn sem stungið er í múffuna kemur hreinn út.

Bláberjapönnukaka

  • 1 egg
  • 30 g sojahveiti
  • 3 msk vatn
  • ¼ msk matarsódi
  • nokkrir dropar stevía (má sleppa)
  • 2 ½ dl bláber, frosin eða fersk
  • 1-1 ½ dl skyr með vanillubragði

Blandið öllu nema bláberjunum og skyrinuvel saman. Hitið olíu á vel heitri pönnu, helliðblöndunni á pönnuna og lækkið niður í miðlungshita. Stráið tæplega helmingnum af bláberjunum ofan á pönnukökurnar þegar endarnir eru byrjaðir að bakast í gegn og steikið pönnukökuna áfram í u.þ.b. 1 mín. Snúið pönnukökunni við og bakið hana í u.þ.b. 3 mín. til viðbótar.

Bláberjahliðin er ekkert sérlega falleg og þvíer skemmtilegra að snúa henni niður þegar pönnukakan er sett á diskinn. Berið þessa dásamlegu bláberjapönnuköku fram með vanilluskyrinu og ferskum bláberjum.