Munnþurrkur

Sérfræðingar Lyfju

Munnþurrkur er algeng aukaverkun lyfja og getur aukið hættu á sveppamyndun í munnholi og valdið tannskemmdum. Munnþurrkur getur stafað annaðhvort af sjúkdómi eða aukaverkun lyfja.

 GÓÐ RÁÐ

 • Regluleg og tíð munnhirða getur fyrirbyggt tannskemmdir
 • Burstaðu tennur, tungu og hreinsaðu munnholið vandlega
 • Notaðu sápulaust tannkrem, sápa í tannkremi getur truflað virkni slímhúðar í munnholi
 • Til að örva munnvatnsframleiðslu er mælt með notkun sykurlauss brjóstsykurs með eða án flúors, t.d. HAP+ molum sem örva munnvatnsframleiðslu, eða Gum-Hydral munnúða
 • Forðastu neyslu sætra matvara og drykkja – sykur getur gert munnþurrkinn verri
 • Sértu með munnþurrk nægir flúortannkrem ekki til þess að vernda tennurnar og því mælum við með flúormunnskoli, flúortöflum eða sykurlausum brjóstsykri sem inniheldur flúor til viðbótar við flúortannkrem
 • Varasalvi getur komið í veg fyrir varaþurrk og sprungur og haldið húð í kringum munnvik mýkri

HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

 • Ef þú sýnir engin batamerki næstu 2-3 sólarhringana
 • Ef vart verður sjóntruflana
 • Ef sýkingin tekur sig upp að nýju eftir að meðferð er lokið
 • Augndropar eða smyrsl með sýklalyfi er lyfseðilsskylt


HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

 • Ef þú finnur fyrir óþægindum og verulegum munnþurrki
 • Ef þú hefur þrálátan munnþurrk
 • Velja annað lyf í samráði við lækninn sem eru minni líkur á að valdi munnþurrk, eða að aðlaga þurfi skammta til að lágmarka líkur á munnþurrki
 • Regluleg heimsókn til tannlæknis er fyrirbyggjandi og gæti komið í veg fyrir munnþurrk


LYFJA MÆLIR MEÐ

Ráðfærðu þig við sérfræðinga Lyfju ef þig vantar góð ráð gegn munnþurrki.

Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is

SÉRFRÆÐINGAR LYFJU ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Mynd: Brad Helmink frá Unsplash