Þvagfærasýking

Sérfræðingar Lyfju

Algengast er að E.Coli bakterían valdi þvagfærasýkingum. Dæmigerð einkenni þvagfærasýkingar eru tíð þvaglát sem fylgja verkir, sviði og illa lyktandi þvag.

FYRIRBYGGJANDI RÁÐ

 • Drekktu ríkulegt magn vökva (1,5-2 lítra á dag)
 • Tæmdu þvagblöðruna reglulega
 • Forðastu að nota krem og sprey á kynfærasvæðið
 • Leggangaþurrkur gæti verið ástæða þrálátra þvagfærasýkinga en skeiðarstílar og skeiðarkrem með náttúrulega kvenhormóninu estríól sem fást án lyfseðils geta oft hjálpað
 • Kuldi getur aukið hættuna á að fá blöðrubólgu og því er mikilvægt  að láta sér ekki verða kalt


ÞVAGPRUFA VEGNA ÞVAGFÆRASÝKING
Þú færð þvagprufuglös og sjálfspróf hjá Lyfju. Sjálfsprófið inniheldur sérstaka pappírsstrimla (3 strimlar í pakka) sem þú dýfir í þvagið til að sjá hvort um sýkingu
sé að ræða. Gott er að eiga alltaf til sterílt þvagprufuglas heima fyrir ef þú færð oft þvagfærasýkingu.

LEIÐBEININGAR UM ÞVAGPRUFU

 • Best er að fá þvagprufu úr fyrstu salernisferð dagsins
 • Notaðu alltaf sterílt þvagprufuglas
 • Forðastu að fyrstu og síðustu dropar þvagbununnar lendi í glasinu, færðu glasið inn í þvagbununa meðan þú pissar
 • Geymdu prufuna í kæli þangað til þú átt tíma hjá lækni en þvagprufuna má geyma í allt að sólarhring í kæli


HAFÐU SAMBAND VIÐ LÆKNINN ÞINN

 • Ef þú upplifir slæm einkenni s.s þvagfærasýkingar sem hafa áhrif á líðan þína
 • Ef það er blóð í þvagi, þér er flökurt eða ef þú ert með hita eða bakverki


Undantekningarlaust skal hafa samband við lækni ef grunur er um þvagfærasýkingu hjá börnum og þunguðum konum.

LYFJA MÆLIR MEÐ

 • Að eiga þvagprufuglas og sjálfspróf heima ef þú færð oft þvagfærasýkingu
 • Natures Plus Cranberry trönuber eru full af andoxunarefnum sem berjast við oxunarsundrun sem vinna vel gegn blöðrubólgu og geta haft fyrirbyggjandi áhrif
Skoðaðu þvagfærasýkinga sjálfspróf frá Prima hér

Ítarlegar upplýsingar má finna á hér á lyfja.is eða lyfjabokin.is


SÉRFRÆÐINGAR LYFJU
ERU HÉR FYRIR ÞIG
Í apótekum Lyfju um allt land taka lyfjafræðingar, hjúkrunarfræðingar og sérþjálfað starfsfólk vel á móti þér og veita ráðgjöf. Þú getur fengið ráðgjöf hvar sem þú ert í gegnum Lyfju appið eða á netspjalli á lyfja.is.

Heilsa þín er okkar hjartans mál, þess vegna leggjum við áherslu á fræðslu, gæðavörur og persónulega þjónustu.