Flug og hellur í eyrum

Ferðir og ferðalög

  • Flug-og-hellur

Þegar flugvélin hefur sig til flugs og lendir breytist loftþrýstingurinn í farþegarýminu. Margir finna þá fyrir óþægindum í eyrum og fá jafnvel hellur. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir þessu.

Óþægindin verða vegna þess að þrýstingurinn inni í eyranu er meiri heldur en þrýstingurinn utan þess. Til þess að láta sér líða betur er nauðsynlegt að reyna að jafna þrýstinginn utan og innan eyrans.

Góð ráð

  • Drekktu, tyggðu (t.d. tyggigúmmí) eða geispaðu til að létta á þrýstingnum.
  • Gefðu ungbörnum brjóst, pela eða snuð til að létta á þrýstingnum.
  • Ef þú ert með stíflað nef vegna kvefs eða ofnæmis ættirðu að nota nefúða eða nefdropa um hálftíma áður en flugvélin fer á loft og lendir. Nefúðar/nefdropar við kvefi eru t.d: Nezeril, Otrivin, Otrivin Menthol, Otrivin Comp, Otrivin Junior og Naso-ratiopharm.  
  • Nefúði við ofnæmi: Livostin.

Allir þessir nefúðar/nefdropar fást í verslunum Lyfju og Apóteksins, án lyfseðils.

Solarvarnir