Flug og húðþurrkur

Ferðir og ferðalög

  • Vatn

Vegna þess hversu þurrt loftið er um borð í flugvélum, tapar líkaminn nokkuð af vökva á meðan á flugferðinni stendur. 

Þess vegna er mikilvægt að muna að drekka vel á lengri flugferðum. Forðist áfengi og drykki sem innihalda koffín því þau hafa þurrkandi áhrif á líkamann.

Margir fá þurra húð um borð í flugvélum og eftir að komið er á áfangastað. Það getur því verið gott að hafa rakagefandi krem fyrir andlit og hendur með sér í handfarangri eða í veskinu.

Kannaðu úrval rakagefandi og frískandi krema í næstu verslun Lyfju