Selen

Steinefni og snefilefni

 • Selen

Áður fyrr var talið að selen væri stórhættulegt og eitrað efni sem ylli krabbameini. Núna er vitað að selen verndar líkamann. Selen finnst í öllum vefjum líkamans en er mest í nýrum, lifur og kirtlum.

Heiti 
Selen

Uppspretta
Fiskur, korn, sellerí, spergilkál, sveppir, eggjarauða og hvítlaukur.

Verkun

 • Sindurvari og þar af leiðandi vörn gegn krabbameini og ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. 
 • Rannsóknir á virkni og öryggi selens stangast á eða að þær eru ekki nægilega miklar til þess að hægt sé að draga ályktanir af niðurstöðum þeirra.

Notkun - verkun

 • Sindurvari. 
 • Skapbætandi. 
 • Við ýmsum húðvandamálum eins og bólum og hrukkum. 
 • Til að örva ónæmiskerfið. 
 • Í hársápu við flösu.

Ráðlagðir dagskammtar

Ungbörn < 6 mán  ---
Ungbörn 6-11 mán 15 mcg*
Ungbörn 12-23 mán 20 mcg
Börn 2-5 ára 25 mcg
Börn 6-9 ára 30 mcg
Karlar 10-13 ára 40 mcg
Karlar > 14 ára 60 mcg
Konur 10-13 ára 40 mcg
Konur > 14 ára 50 mcg
Konur á meðgöngu 60 mcg
Konur með barn á brjósti 60 mcg

*mcg = míkrógrömm (µg)

Selenskortur
Helstu einkenni selenskorts eru hárlos, vöðvaverkir og truflanir í æðakerfi. Alvarlegur skortur eykur hættu á lifrarsjúkdómum, hjartasjúkdómum og krabbameini.

Seleneitrun
Eiturverkanir selens eru fátíðar en þær helstu eru:

 • sterk lykt frá vitum,
 • svartar neglur,
 • járnbragð í munni,
 • ógleði.

Aukaverkanir
Engar þekktar ef farið er eftir ráðlögðum dagskömmtum.

Milliverkanir
Stórir skammtar af C-vítamíni draga úr frásogi og nýtingu á seleni.

Frábendingar
Engar þekktar.

Heimildir
H. R. Jóhannesson, S. Ó. Ólafsson. Bætiefnabókin, Handbók um vítamín, steinefni og fæðubótarefni. 1995 Mál og menning, Reykjavík. 82-83. 

R. Marcus, A. M. Coulson. The Vitamins, Introduction. Goodman & Gilman´s The pharmacological basis of therapeutics 9th edition. 1996 McGraw-Hill, New York. Bls. 1549.

A. Peirce. Practical Guide to Natural Medicines. 1999, A Stonesong Press Book William Morrow and Company INC, New York. Bls. 586-588.

Anna Elín Kjartansdóttir, Valdís Beck og Þóra Jónsdóttir, lyfjafræðingar.

(Ráðlagðir dagskammtar uppfærðir í febrúar 2014 skv. leiðbeiningum frá Embætti landlæknis; Jóna Valdís Ólafsdóttir, lyfjafræðingur).